Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur


Njóla

fyrir sópran og píanó
4'30''

Njóla (nótt) er fyrir sópran og píanó við texta eftir Björn Gunnlaugsson (1788-1876). Björn var stærðfræðingur og kennari við Bessastaðaskóla. Í Njólu lýsir Björn gerð alheimsins í bundnu máli. Verkið var samið til flutnings á samkomu í Hátíðasal Íþróttahúss Álftaness, 1. desember 2007, þar sem minnst var 200 ára afmælis Bessastaðaskóla, Bessastaðaskóli - vagga íslenskrar menningar.

Frumflutningur 1. desember 2007 í Íþróttahúsi Álftaness.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó.