Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
EiríksdóttirTölvupóstur


Heimkynni viđ sjó

Sönglagaflokkur fyrir sópran og píanó
1997
Ljóđ eftir Hannes Pétursson
ca. 23'

Samiđ fyrir Ingibjörgu Guđjónsdóttur og Tinnu Ţorsteinsdóttur, sem frumfluttu verkiđ á tónleikum í Listasafni Íslands 19. apríl 1998.

Lagaflokkurinn Heimkynni viđ sjó (1997) fćr heiti sitt af samnefndri ljóđabók Hannesar Péturssonar, skálds. Bókin kom út 1980 og í henni er ađ finna sextíu ljóđ sem öll tengjast međ einum eđa öđrum hćtti heimahögum skáldsins á Álftanesi. Karólína, sem einmitt sjálf býr á ţessum slóđum, hefur valiđ níu ţessara ljóđa í verk sitt og endurspegla ţau öll tengsl mannsins viđ hiđ náttúrulega umhverfi sitt. Viđ sjáum náttúruna međ augum skáldisins, sem hann ávarpar og persónugerir eins og jafningja sinn. Selirnir eru vinir hans, hann og tjaldurinn eru tveir steinar sem horfast í augu, og fiskasteinninn sem hann ber heim til sín ţráir ađ komast í fjöruna á ný. Ólíkt mannvirkjunum hafa formin í náttúrunni tilgang af sjálfum sér: Keilir er engum reistur og í flćđarmálinu er steinninn minnisvarđi um Ekkert. Yfir öllu hvílir hin svala ró sem jafnvel sauđur af sögufrćgum stofni fćr ekki raskađ.
Karólína fangar andblć ljóđanna, ýmist međ beinum myndlíkingum, uppbyggingu formsins eđa međ framvindu hinnar dramatísku frásagnar. Hlutur píanósins er oftar en ekki ađ teikna upp ţćr myndir sem birtast í ljóđunum á međan frásögnin sjálf liggur frekar hjá söngröddinni. Upphafshljómarnir í Blár ţríhyrningur teikna upp form pýramídans, kraftmikiđ áttundaspil í Fiskasteinn kallar fram "fjörur stórar og veđur," og í Selirnir tákngera píanóepísóđurnar hólmana í sjónum útifyrir sem ýmist rísa úr sć eđa hverfa undir brimöldur. Söngröddin flytur orđin umbúđalaust, hendingaskipan fylgir uppbyggingu ljóđanna, og flúr og skraut er víđs fjarri. ţetta er ţó ekki einhlítt, t.d. í Fiđrildin ţar sem söngröddin er í hlutverki fiđrildisins sem flögrar um stráum ofar en hljómar píanósins vekja minningu um kyrrđ sumardagsins, og í ljóđinu Flatur steinn ţar sem strax í upphafi söngröddin gefst steininum "sem úr greip manns flýgur." Í ljóđinu Tjaldurinn er myndlýsingin ekki eins augljós ţar sem í bakgrunni má heyra tvćr samhliđa laglínur fjarlćgjast hvora ađra međ ţví ađ biliđ á milli ţeirra er aukiđ í hvert sinn sem píanóiđ endurtekur ţćr. Línurnar liđast ţannig í sundur rétt eins og látínan í ljóđi skáldsins.
Ingibjörg Guđjónsdóttir og Tinna ţorsteinsdóttir frumfluttu ţennan lagaflokk á tónleikunum međ verkum Karólínu í Listasafni Íslands 19. apríl 1998, og er verkiđ skrifađ fyrir ţćr.

Hjálmar H. Ragnarsson

Frumflutningur: 19. apríl 1998 í Listasafni Íslands, Ingibjörg Guđjónsdóttir, sópran, Tinna Ţorsteinsdóttir, píanó

Útgefiđ:
smk 13 Karólína Eiríksdóttir - Spil: Ingibjörg Guđjónsdóttir, sópran og Tinna Ţorsteinsdóttir, píanó