Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur


Nĺgon har jag sett / Mann hef ég séđ

Fyrir sópran, mezzósópran, tenór, barítón og kammerhljómsveit.
1988
60'

Texti eftir Marie Louise Ramnefalk.
Sópran, mezzósópran, tenór, barítón og kammer hljómsveit.
Ópera í ţremur ţáttum.

Óperan var pöntuđ af Vadstena Akademien í Svíţjóđ međ stuđningi NOMUS og Sćnsku ríkiskonsertanna. Óperan var frumflutt í Vadstena sumariđ 1988 og sumariđ 1989 var hún flutt í Reykjavík á Hundadögum, síđan hefur óperan veriđ flutt í London og Greifswald í Ţýskalandi. Óperan er byggđ á samnefndum ljóđaflokki eftir sćnsku skáldkonuna Marie Louise Ramnefalk.

Efnisţráđur óperunnar, Mann hef ég séđ, er einfaldur og skýr. Lýst er nánu sambandi tveggja persóna, Hans og Hennar. Hann er veikur og grunar ađ sjúkdómurinn sé banvćnn. Hún hjúkrar honum og ţau eiga saman síđasta sumariđ sitt heima. Óttinn viđ dauđann og ađskilnađinn dýpkar og treystir samband ţeirra. Hversdagsleg atriđi daglegs lífs fá aukiđ gildi. Ekkert skiptir ţau máli nema ţađ ađ fá ađ vera saman.

Hann fer á sjúkrahús og heyr ţar dauđastríđ sitt tengdur viđ pípandi tćki gjörgćslunnar. Hún berst viđ einsemdina og ţjakandi sorg. Skilur ekki óráđshjal hans né hvernig hann međ ţverrandi ţrótti sćttir sig viđ hvíld dauđans.

Ađrar persónur, starfsfólk sjúkrahússins og vinir hennar, skipta hana engu. Hún er ein og fćr ekki afboriđ söknuđinn, vetrarkuldann og dauđinn nísta hana. Hún leitar huggunar í minningunni um hann og finnur ađ Hann lifir í henni og ţau eiga eftir ađ sameinast, ađeins tíminn ađskilur ţau. (Vilborg Dagbjartsdóttir)

Frumflutningur 27. júlí 1988, Vadstena slott: Ingegerd Nilsson, David Aler, Linnéa Sallay, Lars Palerius, hljómsveit stj. Per Borin
Alls 5 sýningar

Útgefiđ:
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait:
2. ţáttur
Ingegerd Nilsson, sópran, Dies Caniculares Festival Orchestra, stj. Per Borin