Mađur lifandi - Óperuleikurinn um dauđans óvissan tíma
Fyrir sópran, barítón, kontratenór og tvo leikara.
Fl., vln., vlc. & gít.
1999
Óperuleikur um Dauđans óvissa tíma
Mađur lifandi eftir Karólínu Eiríksdóttur, Árna Ibsen og Messíönu Tómasdóttur var flutt í Borgarleikhúsinu í júní 1999.
MAĐUR LIFANDI er í senn ópera, leikrit og leikbrúđuverk, en kveikja ţess er enski siđbótarleikurinn „Everyman“ frá ca. 1520. Höfundar blanda saman mismunandi ađferđum og margvíslegum stíl, og flétta ólíkum ţáttum ţannig ađ úr verđur fágćt tegund af drama. Ţarna er tekist á viđ ţá skapandi spennu sem myndast á milli leikara, söngvara og leikbrúđa, talađs texta og sungins, hversdagslegrar orđrćđu og upphafins tungutaks. Verkiđ er í senn fyndiđ, dramatískt og ljóđrćnt. Hin tćra, barnslega heimssýn sem birtist í evrópskri listsköpun á miđöldum vísar leiđ ađ tímalausum kjarna mannlegrar reynslu.
„Everyman“ er afbragđ annarra leikverka frá miđöldum og nýtur virđingar lćrđra sem leikra, og umtalsverđra vinsćlda, einkum á Bretlandi, í Niđurlöndum og Ţýskalandi, ţar sem ţađ er oft sýnt. Ţađ ţjónar engum tilgangi ađ leika hiđ gamla og bernska drama fyrir íslenska áhorfendur seint á tuttugustu öld, án ţess ađ ađlaga verkiđ okkar tíma og efasemdum. Til ţess er nauđsynlegt ađ endurbyggja verkiđ og segja söguna af dauđastund allra manna ţannig ađ nútímamanni ţyki koma sér viđ.
EFNI LEIKSINS
Dauđinn kemur ađ sćkja Mann lifandi sem er međ öllu óviđbúinn. Manni lifandi tekst um síđir ađ semja viđ Dauđann um frest til ađ finna förunaut. Hann kallar Vináttu, Vandamenn og Eiginkonu til sín hvert af öđru og sárbćnir ţau um fylgd yfir móđuna miklu; öll neita og bera ýmsu viđ. Í örvćntingu leitar hann ţá til Jarđneskra eigna, sem alltaf hafa reynst honum vel. Sú persóna er hinn mesti spaugari en jafnframt hinn versti ţorpari. Jarđneskar eigur geta auđvitađ ekki fylgt eiganda sínum í dauđann, en flytja honum ţess í stađ spásögn um örlög heimsins, og um ţađ hvernig allt sem lífsanda dregur muni fylgja Manni lifandi í dauđann honum til dýrđar. Mađur lifandi skelfist ţetta tilbođ og verđur ţessi fundur honum sár lexía. Hann býđst til ađ ganga í liđ međ Dauđanum og berjast gegn ţeim háska sem heiminum stafar af Jarđneskum eignum. Dauđanum ţykir ekki mikiđ um ţessa tillögu og sýnir Manni lifandi skrautsýningu um mannlega lesti. Sýningin minnir Mann lifandi á Góđverk, gamla vinkonu hans sem kúrir hrjáđ og illa haldin honum til fóta. Góđverk fjörgast ögn viđ góđan vilja Manns lifandi og finnur honum ţann eina förunaut, sem hann á völ á. Sá tekur ađ sér ađ lemja vit í Mann lifandi svo ađ hann sćttist viđ hlutskipti sitt og fylgja honum í ríki dauđans.
Frumflutningur: Strengleikhúsiđ í Borgarleikhúsinu, 3. júní 1999
Leikstjóri: Auđur Bjarnadóttir
Leikmynd, búningar og brúđur: Messíana Tómasdóttir
Tónlist: Karólína Eiríksdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
John Speight, barítón, Sólrún Bragadóttir, sópran, Sverrir Guđjónsson, kontratenór, Ásta Arnardóttir, leikkona, Ţröstur Leó Gunnarsson, leikari, Guđrún S. Birgisdóttir, flauta, Guđný Guđmundsdóttir, fiđla, Einar Kristján Einarsson, gítar, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, stjórnandi Oliver Kentish