Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur


Spil

2 fl.
1993
ca. 9'

Karólína samdi Spil (1993) fyrir flautuleikarana Martial Nardeau og Guđrúnu S. Birgisdóttur og fluttu ţau verkiđ í fyrsta sinn á tónleikum í París 1994.

Kaflarnir eru ţrír og er sá síđasti ţeirra lengstur og viđamestur. Fyrsti kaflinn hefst á sólói fyrir altflautu en um síđir tekur efri flautan undir og leikur ţeirra tvinnast saman. Hreyfingin eykst og strófurnar taka hver viđ af annarri međ stefnuna upp á viđ.

Annar kaflinn er stutt millispil ţar sem ólíkum en afmörkuđum hugmyndum er teflt saman. Mest einkennandi er ţegar flauturnar leika í jafnri hreyfingu, sú efri legato og sú neđri staccato.

Í upphafi ţriđja kaflans liggja flauturnar í efsta tónsviđi. Langar yfirtónalínur, oft í ómstríđum tónbilum, mynda eins og ţunna slćđu sem svífur yfir. Smám saman kvarnast úr línunum, brotin leita niđuráviđ, og rađast saman ađ nýju en nú á neđsta sviđi. Aftur leysist úr samfellunni, tónlistin verđur kvik á ný og leikurinn berst um allt sviđiđ. Örstutt stefjabrot eflast ađ magni, skarast í fyrstu en falla saman er líđur á. Brotin mynda kraftmikla bálka sem leiđa verkiđ til loka.

Hjálmar H. Ragnarsson

Frumflutningur: Cité Internationale des Arts, París, 13. september 1994, Guđrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur


Útgefiđ:
smk 13 Karólína Eiríksdóttir - Spil: Guđrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur