Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
EiríksdóttirTölvupóstur


Sinfóníetta

1985
2,2,2,2, - 4,3,3,1, - 1 slv., - harpa, - strengir
ca. 14' 30''

Sinfóníetta var samin eftir pöntun frá Ríkisútvarpinu - Sjónvarpi í tilefni tónlistarárs árið 1985 og frumflutt í sjónvarpinu af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat, skömmu síðar var verkið flutt á tónleikum hljómsveitarinnar. Sinfóníetta er stutt sinfónía. Þetta ber þó ekki að skilja svo að verkið sé sinfóníetta í hefðbundnum skilningi, heldur er ýmislegt í uppbyggingu þess, sem minnir á hefðbundna sinfóníska formið. Til dæmis eru kaflarnir fjórir, sá fyrsti og sá síðasti viðamestir og hraðir. Annar kaflinn er hægur og hinn þriðji örstuttur, sbr. menúettana og scherzóin í gömlu sinfóníunum. Fleiri atriði minna á hefðbundna formið, t. d. eru tvær grunnhugmyndir eða tónaraðir sem allt verkið byggist á. Til samanburðar má minna á tvö stef sónötuformsins. Úr þessum tveimur tónaröðum er unnið á ýmsa vegu og minna aðferðirnar oft á lögmál gamla tónakerfisins.

Frumflutningur 3. nóv. 1985 í Ríkissjónvarpinu; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Jean-Pierre Jacquillat

Útgefið:
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait: Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Jean-Pierre Jacquillat
ITM 5-05 Icelandic Orchestral Music, Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Paul Zukofsky