Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur


Píanóverk


Partíta

2005
12'

Partíta fyrir píanó er samin fyrir Tinnu Þorsteinsdóttur og tileinkað henni. Tinna frumflutti verkið á Listhátíð í Reykjavík í maí 2007 á tvennum einleikstónleikum; í Ými í Reykjavík og í Laugaborg í Eyjafirði.
Partítan er í fimm köflum.

Frumflutningur 22. maí, 2007, Listahátíð í Reykjavík í Laugaborg; Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari


Fjögur íslensk þjóðlög

Fjögur íslensk þjóðlög útsett fyrir nemendur í píanóleik:

Enginn lái öðrum frekt
Sæmundur
Manninum er hjer mjög svo varið
Liljulagið

Þessar útsetningar voru gerðar að beiðni Ólafs Elíassonar píanóleikara og eru ætlaðar til kennslu á ýmsum stigum


Rhapsodia - Píanó

1986
ca. 9'

Rhapsódía var samin árið 1986 og frumflutt af Guðríði St. Sigurðardóttur á Skerpluhátíð Musica Nova 1987.

Frumflutningur: 28. maí 1987, Musica Nova í Norræna Húsinu; Guðríður St. Sigurðardóttir

Útgefið:
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait: Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó


Ferðalag fyrir fingur - Píanó

1986

Ferðalag fyrir fingur er skrifað 1986 fyrir Tinnu Þorsteinsdóttur, sem frumflutti verkið á tónleikum Tónmenntaskóla Reykjavíkur í Austurbæjarbíói. Verkið er ætlað fyrir nemendur á ca. 5. stigi í píanóleik.

Frumflutningur: 3. maí 1986; Tónmenntaskóli Rvíkur í Austurbæjarbíói; Tinna Þorsteinsdóttir


Eins konar Rondó - Píanó

1984
ca. 7'30''

Eins konar rondó var skrifað sumarið 1984 og frumflutt á Alþjóðlegri tónlistarhátíð kvenna í París sama ár. Verkið var samið fyrir Eddu Erlendsdóttur.

Frumflutningur: 28. okt. 1984, Centre G. Pompidou, Paris; Edda Erlendsdóttir

Útgefið:
Classico CLASSCD 165 - Dance of the Bacchae: piano music from the Nordic countries - Elisabeth Klein, píanó