Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur


Myndbönd


Landið þitt er ekki til

fyrir mezzósópran, trompet og gítar
2011
myndbandsverk

Landið þitt er ekki til er myndband eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro.
Verkið var frumflutt á gondola á síkjum Feneyja við opnun Feneyjatvíæringsins 2. júní 2011. Myndbandið var hluti af sýningu Ólafs og Libiu á Feneyjatvíæringnum 2011 sem stóð til 27. nóvember.

Flytjendur: Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, David Boato, trompett og Alberto Mesirca, gítar.


The Caregivers

sópran, óbó og kvennakór

2008
14'
Tónlistarmyndband.

The Caregivers er samið að beiðni myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar við texta eftir Davide Berretta. Verkið fjallar um úkraínskar konur sem annast aldraða á Ítalíu, en þær eru einhvers staðar á bilinu sexhundruð þúsund til ein milljón.

Frumsýning: Evróputvíæringurinn Manifesta 7, Trentino Aldo Adige á Ítalíu, 19. júlí - 2. nóvember 2008. Flytjendur: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Matthías Nardeau, óbóleikari og Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur.


Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

fyrir sópran, barítón, píanó, kontrabassa og blandaðan kór.
2008
40'

Verkefnið er samstarfsverkefni myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og Karólínu Eiríksdóttur. Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar væru sungnar.
Með verkinu halda Libia og Ólafur áfram að rannsaka og endurspegla persónuleg og samfélagsleg málefni, blanda þeim saman og vinna á mörkum hins raunverulega og hins skáldaða og með því að snúa lagalegum grunni samfélagsins, stjórnarskránni, yfir á huglægt form lista, gefa þau fólki kost á að meta þennan lagagrunn út frá sjónarhorni þar sem segja má að annarskonar þyngdarafl sé í gildi.

Frumflutningur: Laugardaginn 15. mars 2008, klukkan 14:00 í Ketilshúsinu í Listagilinu á Akureyri.
Flytjendur: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran; Bergþór Pálsson, baritón; Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari; Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassaleikari og kammerkórinn Hymnódía undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Flutningurinn er liður í myndlistarsýningunni Bæ-Bæ Ísland sem opnar klukkan 15:00 í Listasafninu á Akureyri, sýningarstjóri hennar er Hannes Sigurðsson.