Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
EiríksdóttirTölvupóstur


Hljómsveitarverk


Konsert fyrir tvćr flautur og hljómsveit

2004
20'
2,2,2,2, - 4,2,2,1, - 2 slv. - harpa - 1. einleiksflauta (alt, piccolo), 2. einleiksflauta (bassafl., alt, piccolo), - strengir
Konsert fyrir tvćr flautur og hljómsveit er skrifađur fyrir flautuleikarana Guđrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau. Verkiđ er í ţremur ţáttum.

Frumflutningur í Háskólabíói 25. janúar 2007. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Guđrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur, hljómsveitarstjóri Roland Kluttig.

Í tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands 25. janúar 2007 skrifar Ingibjörg Eyţórsdóttir:
Í Konsert fyrir tvćr flautur sem viđ heyrum hér í kvöld notar Karólína ýmsar tegundir af flautum; piccolo, alt og bassa, auk venjulegrar flautu. Harpan gegnir stóru hlutverki, enda eiga hljómur hörpunnar og flautu einstaklega vel saman. Kaflarnir hafa nokkuđ ólíkt yfirbragđ, bćđi hvađ varđar einleiksraddirnar og notkun hljómsveitarinnar. Í fyrsta kaflanum ramma kyrrstćđir hljómar í strengjum inn kaflann og blokkir hljóđmassa hljóma í blásurum, ţar međ töldum einleiksflautunum. Miđkaflinn er hćgur og lýrískur og ađ ţví leyti er konsertinn nokkuđ hefđbundinn, ţó sú skilgreining nái varla ađ lýsa honum ađ öđru leyti. Mjúkur og ómţýđur tónn altflautunnar sem hjómar í upphafi kaflans hćfir vel ljóđrćnu yfirbragđinu, en hún kallast hér á viđ klarinett og strengi. Síđan bćtist harpan viđ og kallast á viđ einleikhljóđfćrin. Í ţriđja kaflanum, sem hefst á hćgum inngangi, er piccoloflautan mest áberandi ţar sem hún hljómar yfir ţykkum hlóđmassanum. Slagverkiđ gegnir einnig miklvćgu hlutverki í ţessum kafla, og Karólína undirstrikar ţađ međ ţví ađ hafa ekkert slagverk í fyrri tveimur köflunum.
Guđrún og Martial hafa ţetta um konsertinn ađ segja:
Konsert fyrir tvo flautuleikara og margar flautur var saminn fyrir okkur Martial áriđ 2004. Höfundur nýtir sér sérkenni hinna ólíku hljóđfćra í flautufjölskyldunni og bregđur upp alt-, bassa- og pikkólóflautum. Viđ höfum m.a. velt ţví fyrir okkur hvort mekanískt innslag pikkólóflautanna í lokaţćtti verksins tákni eitthvađ sérstakt. Kannski eru litlu flauturnar tákn fyrir litlu börnin sem gogga á heim fullorđinna? Kannski eitthvađ allt annađ. Endalaust mćtti velta slíku fyrir sér og Karólína myndi vafalaust yppta öxlum og brosa ef ég bćri ţetta undir hana. Áheyrandinn dettur inní hljóđheim og er sleppt ţegar höfundi ţykir nóg bođiđ. Hlustandinn situr eftir međ möguleika á ađ heyra innra međ sér raddir úr eigin veröld. Karólína hefur alltaf haft sinn háttinn á međ upphaf og endi og ţađ er eitt af mörgu sem hefur alltaf heillađ okkur viđ verk hennar.


Gítarkonsert

2001
23'
2,1,1,1, - 2,2,1, - 2slv. - einleiksgítar, - strengir

Argentíski gítarleikarinn Sergio Puccini frumflutti Gítarkonsert međ Sinfóníuhljómsveitinni í Santa Fe í Argentínu í júní 2001.
Arnaldur Arnarson flutti konsertinn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 26. febrúar 2004. Árni Heimir Ingólfsson skrifađi í efnisskrá viđ ţađ tćkifćri:
"Gítarkonsertinn er í fjórum ţáttum og var pantađur af argentínska gítarleikaranum Sergio Puccini, sem frumflutti hann ásamt sinfóníuhljómsveitinni í Santa Fe í Argentínu í júní 2001. Fyrsti kaflinn hefst á fjórum hljómum leiknum af hljómsveit og gítar, sem leiđa inn í fyrsta einleikskaflann. Gítarinn er mjög í ađalhlutverki í ţessum ţćtti, og raunar í verkinu í heild. Hljómsveitin leikur einn og einn hljóm eđa nokkra saman, en ţađ eru tónarunurnar í gítarnum sem halda öllu saman. Annar ţáttur er hćgur og ljóđrćnn. Aftur heldur hljómsveitin sig til hlés og styđur viđ einleikarann međ kyrrlátum hljómum, en inn á milli fléttast saman fjölröddun gítars, tréblásara og marimbu. Ţriđji ţáttur er eins konar scherzó. Hafi lagrćnir eiginleikar gítarsins veriđ í forgrunni fram til ţessa er ţađ nú liđin tíđ. Nú er ţađ hljóđfalliđ sem rćđur. Fjölrytmar kallast á í gítar, lágfiđlum og sellóum, en hin hljóđfćrin skapa mótvćgi međ lengri tónum í einfaldara hljóđfalli. Lokaţátturinn hefst međ ólíkum hendingum sem settar eru fram hver á fćtur annarri: rytmískt slagverksdúó, kröftugir rísandi skalar í strengum og blásurum, dynjandi sextándupartar í gítar, og punkterađ stef í málmblásurum. Ţessi hendingabrot kallast á um stund en víkja um síđir fyrir iđandi strengjaundirleik sem smám saman deyr út. Ađ lokum er ekkert eftir nema gítarinn, sem á síđasta orđiđ međ stuttri einleikskadensu. "

Árni Heimir Ingólfsson

Frumflutningur: Centro Cultural Provincial í Santa Fe, Argentínu, 29. júní 2001, Orquestra Sinfónica de la Provincia de Santa Fe, Sergio Puccini, gítar, stj. Carlos Cuesta


Toccata

1999
3,3,3,3, - 4,3,3,1, - 2 slv., - strengir
ca. 9'

Toccata var samin ađ beiđni Orkester Norden međ styrk frá NOMUS. Verkiđ er í einum ţćtti, sem skiptist ţó í samtengdan forleik og ađalkafla. Eiginlega er hér um ađ rćđa eins konar konsert fyrir hljómsveit, ţví ađ allir hljóđfćrahópar hljómsveitarinnar koma einhvern tímann sérstaklega fram í sviđsljósiđ.
Orkester Norden frumflutti verkiđ undir stjórn Toumas Ollila í Rättvik í Svíţjóđ sumariđ 1999 og í framhaldi af ţví á tónleikaferđalagi m. a. í Stokkhólmi, Helsinki og Riga. Hljómsveitin flutti verkiđ undir stjórn Okko Kamu í tilefni opnunar norrćnu sendiráđanna í Philharmonie salnum í Berlín haustiđ 1999.

Frumflutningur: 10. júlí 1999; Sporthallen, Rättvik í Svíţjóđ; Orkester Norden, stj. Tuomas Ollila


Klarinettkonsert

1994
2,2,2,2, - 4,3,3,1, - 2 slv., - klarinett, - strengir
ca. 15'

Klarinettkonsert var pantađur af Sinfóníuhljómsveit Álaborgar og skrifađur fyrir Einar Jóhannesson. Einar frumflutti verkiđ ásamt Sinfóníuhljómsveit Álaborgar undir stjórn Lan Shui í apríl 1995. Verkiđ er í tveimur köflum.

Flumflutningur: 27. apríl 1995 í Aalborghallen, Sinfóníuhljómsveit Álaborgar, Einar Jóhannesson, stj. Lan Shui


Ţrjár setningar

1993
4,4,4,4, - 4,4,3,1, - 3. slv., pákur, - strengir
ca. 11'

Sinfóníuhljómsveitin í Malmö frumflutti Ţrjár Setningar á tónlistarhátíđinni Stockholm New Music undir stjórn Leif Segerstam áriđ 1993.
Verkiđ var pantađ af NOMUS fyrir Stockholm New Music.
Titill verksins vísar til ţess ađ ţađ er í ţremur köflum.

Frumflutningur: Konserthuset í Stokkhólmi, 21. mars 1993, Sinfóníuhljómsveitin í Malmö, stj. Leif Segerstam


Klifur

1991
3(piccolo),3,3(Es kl. & b.kl.),3(k.fg), - 4,3,3,1, - 3 slv., - strengir
ca. 12'

Smíđi Klifurs var lokiđ snemma árs 1991.
Verkiđ er í einum kafla en má kalla lagskipt, ţví ađ í raun og veru eru sjö verk í gangi í einu, ekki ţó öll samtímis, en flest eru ţau samtímis um miđbik verksins. Hlustandinn rćđur svo hvernig hann međtekur ţessa atburđi, hvort hann heyrir ţá sem eina heild eđa hvort hann einbeitir sér ađ afmörkuđum hlutum ţess. Fimm ţessarra verka eru byggđ á sama efni, sem birtist ţó í ólíkum myndum, en tvö ţeirra eru byggđ á óskyldu efni.

Frumflutningur: 14. maí 1992, Háskólabíó; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Petri Sakari


Sinfóníetta

1985
2,2,2,2, - 4,3,3,1, - 1 slv., - harpa, - strengir
ca. 14' 30''

Sinfóníetta var samin eftir pöntun frá Ríkisútvarpinu - Sjónvarpi í tilefni tónlistarárs áriđ 1985 og frumflutt í sjónvarpinu af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat, skömmu síđar var verkiđ flutt á tónleikum hljómsveitarinnar. Sinfóníetta er stutt sinfónía. Ţetta ber ţó ekki ađ skilja svo ađ verkiđ sé sinfóníetta í hefđbundnum skilningi, heldur er ýmislegt í uppbyggingu ţess, sem minnir á hefđbundna sinfóníska formiđ. Til dćmis eru kaflarnir fjórir, sá fyrsti og sá síđasti viđamestir og hrađir. Annar kaflinn er hćgur og hinn ţriđji örstuttur, sbr. menúettana og scherzóin í gömlu sinfóníunum. Fleiri atriđi minna á hefđbundna formiđ, t. d. eru tvćr grunnhugmyndir eđa tónarađir sem allt verkiđ byggist á. Til samanburđar má minna á tvö stef sónötuformsins. Úr ţessum tveimur tónaröđum er unniđ á ýmsa vegu og minna ađferđirnar oft á lögmál gamla tónakerfisins.

Frumflutningur 3. nóv. 1985 í Ríkissjónvarpinu; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Jean-Pierre Jacquillat

Útgefiđ:
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait: Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Jean-Pierre Jacquillat
ITM 5-05 Icelandic Orchestral Music, Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Paul Zukofsky


Sónans

1981
2,2,2,2, - 4,3,3,0, - 2 slv., - harpa - strengir
ca. 15'

Sónans var samiđ áriđ 1981 og frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands sama ár. Áriđ 1982 var verkiđ flutt viđ opnun Scandinavia Today í Washington DC. Verkiđ byggist á tveimur allhröđum meginköflum, sem eru ađskildir međ stuttu og hćgu millispili.

Frumflutningur:15. okt. 1981 í Háskólabíói; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stj. Jean-Pierre Jacquillat


Notes

1978
3,3,3,3, - 4,3,3,1, - 3 slv., pákur - harpa - strengir
ca. 10'

Notes var skrifađ sem verkefni til mastersprófs viđ Háskólann í Ann Arbor í Michigan áriđ 1978. Verkiđ var frumflutt ţar í mars 1979 og síđan á Íslandi í desember sama ár.

Frumflutningur: 1. mars 1979, Hill Auditorium, Ann Arbor; University Symphony Orchestra, stj. Gustav Meier