Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
EiríksdóttirTölvupóstur


Einleiksverk


Eintal

fyrir einleiksfiđlu
2008
6'

Eintal er skrifađ fyrir Guđnýju Guđmundsdóttur, konsertmeistara í tilefni 60 ára afmćlis hennar. Verkiđ er í einum kafla.

Frumflutningur: TÍMAMÓT - GUĐNÝ GUĐMUNDSDÓTTIR KONSERTMEISTARI 60 ÁRA
Salurinn, 27. mars 2008 kl. 20


Sónata

fyrir gítar
2005

Sónata er skrifuđ fyrir Ögmund Ţór Jóhannesson, sem frumflutti verkiđ 8. júlí 2006 á Festival de Musique, Provence –Islande. Sónata er í fjórum köflum: Tokkata, Fúga, Air og Ballada.


Partíta

2005
12'

Partíta fyrir píanó er samin fyrir Tinnu Ţorsteinsdóttur og tileinkađ henni. Tinna frumflutti verkiđ á Listhátíđ í Reykjavík í maí 2007 á tvennum einleikstónleikum; í Ými í Reykjavík og í Laugaborg í Eyjafirđi.
Partítan er í fimm köflum.

Frumflutningur 22. maí, 2007, Listahátíđ í Reykjavík í Laugaborg; Tinna Ţorsteinsdóttir píanóleikari


Innan hringsins

fyrir gítar
2004

Innan hringsins er skrifađ fyrir argentínska gítarleikarann Sergio Puccini, sem mun frumflytja verkiđ á Myrkum Músíkdögum, 11. febrúar 2006. Verkiđ er í ţremur köflum.

Frumflutningur: Myrkir Músíkdagar í Norrćna húsinu, 11. febrúar 2006; Sergio Puccini, gítar


Gradus ad Profundum - Kontrabassi

2002
ca. 7'30''

Gradus ad Profundum var samiđ fyrir Ţóri Jóhannsson.

Frumflutningur: Salurinn, 26. febrúar 2002, Ţórir Jóhannsson, kontrabassi


Spor - Altflauta

2000
ca. 12'

Spor fyrir altflautu er skrifađ fyrir Guđrúnu S. Birgisdóttur, sem frumflutti verkiđ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í nóvember 2000.
Verkiđ er í ţremur ţáttum. 1. ţátturinn byggist á örstuttum laglínubrotum, sem eru síbreytileg og í síbreytilegum ryţmum. Ef til vill eru ţetta sporin eftir ţrestina í snjónum. 2. ţátturinn byggist á löngum syngjandi laglínum, sem staldra viđ annađ slagiđ. 3. ţátturinn er stutt scherzo.

Frumflutningur: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, 19. nóvember 2000, Guđrún S. Birgisdóttir, flauta


Flautuspil - Flauta

1998
ca. 8'

Flautuspil (1998) er í einum samfelldum kafla ţar sem skiptast á tvćr ólíkar hugmyndir. Fyrst eru hvikul skalabrot og endurteknar nótur sem snúast í kringum ákveđnar tónmiđjur er fćrast til eftir ţví sem líđur á. Hins vegar hćgari línur sem kallast á eins og í ljóđrćnum söng. Formiđ minnir á sónötuformiđ ţar sem framvindan er hröđust í úrvinnslunni um miđbikiđ. Ítrekunin í lokin brýtur á hefđinni. Í stađ skalabrotanna úr byrjun verksins hljóma ljóđrćnu línurnar, en nú fléttađar međ enn fjölbreyttari hćtti en áđur. Karólína samdi Flautuspil fyrir Martial Nardeau, sem frumflutti ţađ á tónleikum í Listasafni Íslands ţann 19. apríl 1998, en á ţeim tónleikum heyrđust öll ţau verk sem eru á ţessum hljómdiski.

Hjálmar H. Ragnarsson
(úr bćklingi međ geisladisknum Spil)

Frumflutningur: 19. apríl 1998 í Listasafni Íslands, Martial Nardeau, flauta

Útgefiđ:
smk 13 Karólína Eiríksdóttir - Spil: Martial Nardeau, flauta


Hugleiđing - Fiđla

1996

Hugleiđing fyrir einleiksfiđlu var skrifuđ áriđ 1996 fyrir Hlíf Sigurjónsdóttur sem frumflutti verkiđ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í júní 1997. Verkiđ er í einum kafla og er byggt á hugmyndum sem ţróast áfram og birtast í ýmsum myndum, eins konar tilbrigđi án stefs.

Frumflutningur: 24. júní 1997, Hlíf Sigurjónsdóttir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar


Skýin - Selló

1995
ca. 12'

Karólína samdi Skýin (1995) fyrir Gunnar Kvaran sellóleikara sem frumflutti verkiđ á Sumartónleikum í Skálholti 1997.

Kaflarnir eru ţrír. Sá fyrsti hefst á löngum söng á efra sviđi hljóđfćrisins og dragast línurnar allar ađ sömu miđjunni, tvístrikuđu Aís. Neđra sviđiđ opnast međ hćgum stígandi strófum og í síđustu hendingunum er opna fimmundin á tveimur neđstu strengjunum allsráđandi.

Inngangur annars kaflans minnir á sálmkóral. Hćgferđug laglína í efra sviđi brýtur hann upp og heyrist sú lína aftur í lok kaflans. Miđhlutinn er leikur ađ blćbrigđum: yfirtónalínur kallast á viđ andstćđur, brotna hljóma, ţar sem opna fimmundin úr fyrsta kaflanum skýtur aftur upp kollinum. Form kaflans minnir á rondó.

ţriđji kaflinn er fjörlegur og hrađur. Kunnuglegar hugmyndir úr fyrri köflunum setja mark sitt á tónlistina en í forgrunninum heyrast óreglulegar fléttur međ endurteknum nótum. Andi scherzosins svífur yfir.

Hjálmar H. Ragnarsson

Frumflutningur: Sumartónleikar í Skálholti, 2. ágúst 1997, Gunnar Kvaran, selló

Útgefiđ:
smk 13 Karólína Eiríksdóttir - Spil: Gunnar Kvaran, selló


Vorvísa - Semball

1991
ca. 11'30''

Vorvísa var samin fyrir Helgu Ingólfsdóttur. Verkiđ er í einum kafla ţar sem skiptast á frjálsir kaflar og kaflar sem hlíta eigin lögmálum.

Frumflutningur: 13. júlí 1991 í Skálholti; Helga Ingólfsdóttir

Útgefiđ:
SMC 7
Frá Strönd til fjarlćgra stranda
Helga Ingólfsdóttir, semball


Hvađan kemur logniđ - Gítar

1990
ca. 13'

Hvađan kemur logniđ? var samiđ fyrir Einar Kristján Einarsson til flutnings á Sumartónleikum í Skálholti sumariđ 1990. Verkiđ er í fjórum nafnlausum köflum sem hver um sig byggir á eigin efni og sérkennum.

Í öllum köflunum fjórum vinnur Karólína međ andstćđur sem stillt er upp hliđ viđ hliđ: einradda línur gagnvart ţykkari hljómum og jafnvćgi gagnvart ókyrrđ. Engu ađ síđur er vefurinn breytilegur innan hvers kafla: í ţeim fyrsta ţykknar hann ţegar nálgast lokin, í ţeim nćsta ţynnist hann mjög og verđur nánast ađ engu áđur en ţrćđirnir fléttast saman aftur á ný, en í seinni tveimur köflunum fjölgar Karólína ţráđunum eftir ţví sem á líđur og međ ţví birtast litbrigđin, ný og ný.

Hjálmar H. Ragnarsson

Frumflutningur: 11. ágúst 1990, Sumartónleikar í Skálholti 1990; Einar Kristján Einarsson

Útgefiđ:
smk 13 Karólína Eiríksdóttir - Spil: Einar Kristján Einarsson, gítar
EKE001: Einar Kristján Einarsson, gítar


Hringhenda - Klarinett

1989
ca. 18'

4 ţćttir:1. Prelúdía, 2. Rondó I, 3. Intermezzo, 4. Rondó II

Hringhenda var samin áriđ 1989 fyrir Einar Jóhannesson og frumflutti hann verkiđ sama ár í Svíţjóđ. Hringhenda heyrđist í fyrsta skipti á Íslandi á Sumartónleikum í Skálholti áriđ 1991. Hringhenda er í fjórum köflum og bera ţeir heitin Prelúdía, Rondó I, Intermezzo og Rondó II. Rondó I og II eru viđamestu kaflarnir og eru eins og nöfnin benda til í eins konar frjálsu rondóformi. Hinir tveir kaflarnir eru örstuttar hugleiđingar í frjálsu formi.

Frumflutningur: Svíţjóđ 1989; Einar Jóhannesson


Rhapsodia - Píanó

1986
ca. 9'

Rhapsódía var samin áriđ 1986 og frumflutt af Guđríđi St. Sigurđardóttur á Skerpluhátíđ Musica Nova 1987.

Frumflutningur: 28. maí 1987, Musica Nova í Norrćna Húsinu; Guđríđur St. Sigurđardóttir

Útgefiđ:
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait: Guđríđur St. Sigurđardóttir, píanó


Ferđalag fyrir fingur - Píanó

1986

Ferđalag fyrir fingur er skrifađ 1986 fyrir Tinnu Ţorsteinsdóttur, sem frumflutti verkiđ á tónleikum Tónmenntaskóla Reykjavíkur í Austurbćjarbíói. Verkiđ er ćtlađ fyrir nemendur á ca. 5. stigi í píanóleik.

Frumflutningur: 3. maí 1986; Tónmenntaskóli Rvíkur í Austurbćjarbíói; Tinna Ţorsteinsdóttir


Eins konar Rondó - Píanó

1984
ca. 7'30''

Eins konar rondó var skrifađ sumariđ 1984 og frumflutt á Alţjóđlegri tónlistarhátíđ kvenna í París sama ár. Verkiđ var samiđ fyrir Eddu Erlendsdóttur.

Frumflutningur: 28. okt. 1984, Centre G. Pompidou, Paris; Edda Erlendsdóttir

Útgefiđ:
Classico CLASSCD 165 - Dance of the Bacchae: piano music from the Nordic countries - Elisabeth Klein, píanó


In Vultu Solis - Fiđla

1980
ca. 6' 30''

In Vultu Solis var samiđ sumariđ 1980 fyrir Guđnýju Guđmundsdóttur og frumflutti hún verkiđ skömmu síđar. Verkiđ er gert úr afmörkuđum frumum sem birtast margsinnis, annađ hvort nćr óbreytt eđa svo mjög umbreytt ađ ţau verđa nánast óţekkjanleg. Viđ hverja endurkomu missa ţau einhverja eigind sína en bćta í stađinn annarri nýrri viđ sig.
Form verksins er frjálst, ţađ byggir hvorki á stefjaúrvinnslu né endurtekningu. Segja má ađ um sífellda ţróun sé ađ rćđa, hver hugmynd leiđir af annarri.

Frumflutningur: 15. júní 1981, Músíkhópurinn ađ Kjarvalsstöđum; Guđný Guđmundsdóttir

Útgefiđ:
ITM 5-02 Violin Music from Iceland, Guđný Guđmundsdóttir
ITM 7-01 Karólína Eiríksdóttir - Portrait: Guđný Guđmundsdóttir, fiđla